Hvað er Mormónsbók?

Mormónsbók er annað vitni um Jesú Krist.

Fjögur atriði sem allir ættu að vita um Mormónsbók

Mormónsbók er forn heimild heimild sem kennir um Jesú. Karlar, konur og fjölskyldur í Mormónsbók tókust á við erfiðleika og áskoranir lífsins á sama hátt og við gerum. Við getum sett okkur í þeirra spor í frásögnunum og hlotið innblástur um að bæta okkur og hjálpa öðrum að að hætti Jesú. Hér eru fjögur atriði sem þið ættuð að vita um þessa helgu bók:

1. Mormónsbók er orð Guðs, líkt og Biblían

Á sama hátt og Guð talaði til Móse og Nóa í Biblíunni, þá bauð hann líka spámönnum sínum á meginlandi Ameríku til forna að halda heimild yfir kenningar sínar og lögmál. Ritverk þeirra var að endingu tekið saman í eina bók af spámanni að nafni Mormón. Efni Mormónsbókar staðfestir líf og þjónustu Jesú og starf hans við að frelsa okkur frá synd og sigrast á dauða. Hápunktur Mormónsbókar er í raun heimsókn Jesú til fólksins á meginlandi Ameríku til forna.

Páll kenndi í Biblíunni: „Því aðeins skal framburður gildur vera, að tveir eða þrír beri“ (2. Korintubréfið 13:1). Þegar Guð kennir mikilvæga reglu, sendir hann aðra heimild til að staðfesta hana. Mormónsbók og Biblían bera vitni um hvor aðra. Að hafa fleiri en eitt vitni um orð Guðs, getur hjálpað okkur að finna hinn rétta veg, er svo margir hverfa frá Guði og trúarbrögðum á okkar tíma (sjá 2. Nefí 29:7–8).

2. Hún getur fyllt líf ykkar friði og tilgangi

Mormónsbók er leiðarvísir að því hvernig lifa á lífi fylltu friði og hamingju.

Marion G. Romney forseti, sem var postuli á okkar tíma, lofaði ef við læsum Mormónsbók: „Andi þessarar dásamlegu bókar mun fylla heimili okkar og alla sem þar dvelja. Andi lotningar mun aukast, sem og gagnkvæm virðing og hugulsemi. Andi deilna mun á brott hverfa. Foreldrar munu leiðbeina börnum sínum af aukinni ástúð og visku. Börnin verða næmari og móttækilegri fyrir leiðsögn foreldra sinna. Réttlæti mun aukast. Trú, von og kærleikur – hin hreina ást Krists – verða ríkjandi á heimilum okkar og í lífi okkar og vekja með okkur frið, gleði og hamingju“ („The Book of Mormon,“ Ensign, maí 1980, 67).

3. Milljónir manna lesa Mormónsbók

Milljónir manna hvarvetna um heim hafa lesið Mormónsbók á eigin tungumáli. Þau hafa spurt í bæn hvort þetta sé orð Guðs. Þau hafa hlotið svarið: „Já!“ Loforð Mormónsbókar er að ef við spyrjum Guð hvort hún sé sönn, þá muni hann svara okkur. Það leiðir til annarrar spurningar: Ef þið hljótið svar frá Guði, munið þið þá fara eftir því?

4. Við getum fært þér frítt eintak af Mormónsbók heim að dyrum

Ef þið viljið fá Mormónsbók, þá getið þið fengið frítt eintak. Svæðisfulltrúar munu sjálfir koma og færa ykkur bókina, hvar sem þið búið. Þeim væri ánægja af því að sýna ykkur nokkrar eftirlætis frásagnir sínar.

Við myndum njóta þess að lesa Mormónsbók með ykkur
Hitta trúboða

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.

Hér er stutt yfirlit um efni og þúsund ára sögu Mormónsbókar:

Kjarni Mormónsbókar er í raun saga um fjölskyldu. Lehí er spámaður í Jerúsalem. Guð aðvarar Lehí í draumi og býður honum að fara með fjölskyldu sína frá Jerúsalem, því hún yrði brátt hertekin. Þau fara yfir hafið til Ameríku. Laman og Lemúel, elstu synir Lehís, trúa ekki að faðir þeirra sé innblásinn af Guði. Nefí, yngri bróðir þeirra, á sterka trú. Nefí er útvalinn af Guði til að leiða fjölskylduna og vera kennari hennar.

Fólkið skiptist að lokum í tvo hópa, Nefíta og Lamaníta. Þessir hópar áttu oft í innbyrðis erjum og stöðugt er látið reyna á trú fólksins á Jesú. Sú trú er rauður þráður Mormónsbókar, í formi áhrifaríkra prédikana, lífslexía og andlegra upplifana.

Eftir upprisu sína, birtist Jesús fólkinu í Ameríku. Hann kennir því um skírn og fyrirgefningu. Hann læknar sjúka og blessar börn þess. Hann stofnar kirkju sína. Fólkið í Ameríku hlustaði á Jesús, ólíkt fólkinu í Jerúsalem. Eftir heimsókn hans, ríkti friður meðal fólksins í hundruð ára.

Í tímans rás tók fólkið að missa trú sína og stríð braust aftur út, sem næstum gjöreyddi öllum íbúunum.

Mormónsbók hefur, líkt og Biblían, marga höfunda. Hún er safn dagbóka og söguheimilda sem gengu frá einum höfundi til annars á um þúsund ára tímabili. Fyrsti höfundurinn er Nefí, sem fór frá Jerúsalem með fjölskyldu sinni árið 600 f.Kr. og kom til Ameríku. Nefí fékk yngri bróður sínum heimildina, sem svo fékk syni sínum hana. Hver höfundur lét ætíð heimildina í hendur einhvers sem hann treysti. Mormón var sá spámaður sem tók allar heimildirnar saman í eina bók. Af þeim sökum er bókin nefnd Mormónsbók.

Árið 1830 var Joseph Smith leiddur að þessum fornu heimildum og hann þýddi þær með krafti Guðs.

Mormónsbók styður Biblíuna og útskýrir oft kenningar Jesú Krists. Guðspjöll Markúsar og Lúkasar í Biblíunni greina t.d. frá sömu frásögnum um Jesú, en það má læra meira af samhenginu með því að lesa hvort fyrir sig.

Sameiginlega geyma Mormónsbók og Biblían þúsundir ára verðmæts innblásturs, leiðsagnar og fræðslu. Þær sýna að Guð elskar og leiðir fólk hvarvetna í heiminum. Með því að læra báðar þessar bækur, getum við hlotið aukinn skilning á því hver Guð er og hvað hann vill fyrir okkur.