Hvað er Mormónsbók?
Mormónsbók er annað vitni um Jesú Krist.
Fjögur atriði sem allir ættu að vita um Mormónsbók
Mormónsbók er forn heimild heimild sem kennir um Jesú. Karlar, konur og fjölskyldur í Mormónsbók tókust á við erfiðleika og áskoranir lífsins á sama hátt og við gerum. Við getum sett okkur í þeirra spor í frásögnunum og hlotið innblástur um að bæta okkur og hjálpa öðrum að að hætti Jesú. Hér eru fjögur atriði sem þið ættuð að vita um þessa helgu bók:
1. Mormónsbók er orð Guðs, líkt og Biblían
Á sama hátt og Guð talaði til Móse og Nóa í Biblíunni, þá bauð hann líka spámönnum sínum á meginlandi Ameríku til forna að halda heimild yfir kenningar sínar og lögmál. Ritverk þeirra var að endingu tekið saman í eina bók af spámanni að nafni Mormón. Efni Mormónsbókar staðfestir líf og þjónustu Jesú og starf hans við að frelsa okkur frá synd og sigrast á dauða. Hápunktur Mormónsbókar er í raun heimsókn Jesú til fólksins á meginlandi Ameríku til forna.
Páll kenndi í Biblíunni: „Því aðeins skal framburður gildur vera, að tveir eða þrír beri“ (2. Korintubréfið 13:1). Þegar Guð kennir mikilvæga reglu, sendir hann aðra heimild til að staðfesta hana. Mormónsbók og Biblían bera vitni um hvor aðra. Að hafa fleiri en eitt vitni um orð Guðs, getur hjálpað okkur að finna hinn rétta veg, er svo margir hverfa frá Guði og trúarbrögðum á okkar tíma (sjá 2. Nefí 29:7–8).
2. Hún getur fyllt líf ykkar friði og tilgangi
Mormónsbók er leiðarvísir að því hvernig lifa á lífi fylltu friði og hamingju.
Marion G. Romney forseti, sem var postuli á okkar tíma, lofaði ef við læsum Mormónsbók: „Andi þessarar dásamlegu bókar mun fylla heimili okkar og alla sem þar dvelja. Andi lotningar mun aukast, sem og gagnkvæm virðing og hugulsemi. Andi deilna mun á brott hverfa. Foreldrar munu leiðbeina börnum sínum af aukinni ástúð og visku. Börnin verða næmari og móttækilegri fyrir leiðsögn foreldra sinna. Réttlæti mun aukast. Trú, von og kærleikur – hin hreina ást Krists – verða ríkjandi á heimilum okkar og í lífi okkar og vekja með okkur frið, gleði og hamingju“ („The Book of Mormon,“ Ensign, maí 1980, 67).