Hér er stutt yfirlit um efni og þúsund ára sögu Mormónsbókar:
Kjarni Mormónsbókar er í raun saga um fjölskyldu. Lehí er spámaður í Jerúsalem. Guð aðvarar Lehí í draumi og býður honum að fara með fjölskyldu sína frá Jerúsalem, því hún yrði brátt hertekin. Þau fara yfir hafið til Ameríku. Laman og Lemúel, elstu synir Lehís, trúa ekki að faðir þeirra sé innblásinn af Guði. Nefí, yngri bróðir þeirra, á sterka trú. Nefí er útvalinn af Guði til að leiða fjölskylduna og vera kennari hennar.
Fólkið skiptist að lokum í tvo hópa, Nefíta og Lamaníta. Þessir hópar áttu oft í innbyrðis erjum og stöðugt er látið reyna á trú fólksins á Jesú. Sú trú er rauður þráður Mormónsbókar, í formi áhrifaríkra prédikana, lífslexía og andlegra upplifana.
Eftir upprisu sína, birtist Jesús fólkinu í Ameríku. Hann kennir því um skírn og fyrirgefningu. Hann læknar sjúka og blessar börn þess. Hann stofnar kirkju sína. Fólkið í Ameríku hlustaði á Jesús, ólíkt fólkinu í Jerúsalem. Eftir heimsókn hans, ríkti friður meðal fólksins í hundruð ára.
Í tímans rás tók fólkið að missa trú sína og stríð braust aftur út, sem næstum gjöreyddi öllum íbúunum.