Algengar spurningar

Hér á eftir eru algengar spurningar um meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Ef þið hafið frekari spurningar, myndum við njóta þess að ráðgera heimsókn trúboða.

Kristin trú

Já! Vissulega. Hvað sem öllu líður, þá er hugtakið „mormónar“ einungis viðurnefni. Við erum meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Við trúum því að Jesús Kristur sé sonur Guðs, frelsari heimsins, og að hann elski okkur öll heitar en við fáum skilið. Merkir það að við trúum nákvæmlega því sama og allar aðrar kristnar kirkjur? Nei, en við teljum okkur sannlega vera guðrækna fylgjendur Jesú Krists.

Hin heilaga þrenning er hugtak sem mörg kristin trúarbrögð nota til skilgreiningar á Guði föðurnum, Jesú Kristi og heilögum anda. Síðari daga heilagir trúa á staðfastlega á alla þrjá, en trúum ekki að þeir séu einn og sami einstaklingurinn. Við trúum að þeir séu eitt í tilgangi. Tilgangur þeirra er að hjálpa okkur að hljóta sanna gleði í þessu lífi og komandi lífi (sem við höfum líka trú á).

Já! Jesús er grundvöllur trúar okkar. Við kjósum fremur að nefna kirkjuna okkar réttu nafni, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Í Mormónsbók segir: „Og vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist, vér spáum um Krist og vér færum spádóma vora í letur, svo að börn vor viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna“ (2. Nefí 25:26).

Hugtakið „mormónar“ er viðurnefni úr ritningarbók sem er auðkennandi fyrir kirkju okkar, og heitir Mormónsbók. Viðurnefni þetta á ekki upptök hjá okkur, en margir nota það sem tilvísun í kirkjuna og meðlimi hennar. Á liðnum tíma höfum við viðurkennt þetta hugtak og jafnvel notað það sjálf, en nýverið höfum við beðið fólk um að nefna kirkjuna sínu rétta nafni: Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Á þann hátt mun öllum verða ljóst að Jesús er þungamiðja trúar okkar.

„Síðari daga heilagir“ er góð leið til að vísa til þeirra vina ykkar sem eru meðlimir kirkjunnar.

Já. Algjörlega. Hún er orð Guðs, helg ritning og hana þarf að lesa til að njóta hamingjuríks lífs. Við hljótum líka innblástur af öðrum ritningum, ásamt Biblíunni, sem eru einstæðar fyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þær vinna allar saman við að kenna okkur mikilvægan sannleika um Jesú Krist.

Biblían var rituð af innblásnum mönnum sem nefnast spámenn. Guð talaði til spámanna líkt og Móse og Jesaja og þeir skráðu kenningar hans. Þau ritverk eru Gamla testamentið. Nýja testamentið er safn frásagna fylgjenda Jesú, frá fyrstu hendi, sem og bréf frá Páli og fleiri postulum. Bæði testamentin voru síðar þýdd og sett saman í eina bók, sem nú er þekkt sem Biblían.

Mormónsbók

Mormónsbók er innblásin ritning sem er ætlað að veita okkur leiðsögn í lífinu og efla samband okkar við Jesú. Hver er uppruni þessa nafns? Fyrir hundruðum ára tók forn spámaður að nafni Mormón saman heimild um þjóð sína. Svo vildi til að fólkið tókst á við fjölda sömu áskorana og við gerum og, eins og við, fann það styrk þegar það snéri sér að Jesú Kristi. Á okkar tíma er gert ráð fyrir að Mormónsbók sé lesin samhliða Biblíunni, til að komast nær Guði og skilja betur hina miklu elsku hans til okkar.

Hér er stutt yfirlit um efni og þúsund ára sögu Mormónsbókar:

Kjarni Mormónsbókar er í raun saga um fjölskyldu. Lehí er spámaður í Jerúsalem. Guð aðvarar Lehí í draumi og býður honum að fara með fjölskyldu sína frá Jerúsalem, því hún yrði brátt hertekin. Þau fara yfir hafið til Ameríku. Laman og Lemúel, elstu synir Lehís, trúa ekki að faðir þeirra sé innblásinn af Guði. Nefí, yngri bróðir þeirra, á sterka trú. Nefí er útvalinn af Guði til að leiða fjölskylduna og vera kennari hennar.

Fólkið skiptist að lokum í tvo hópa, Nefíta og Lamaníta. Þessir hópar áttu oft í innbyrðis erjum og stöðugt er látið reyna á trú fólksins á Jesú. Sú trú er rauður þráður Mormónsbókar, í formi áhrifaríkra prédikana, lífslexía og andlegra upplifana.

Eftir upprisu sína, birtist Jesús fólkinu í Ameríku. Hann kennir því um skírn og fyrirgefningu. Hann læknar sjúka og blessar börn þess. Hann stofnar kirkju sína. Fólkið í Ameríku hlustaði á Jesús, ólíkt fólkinu í Jerúsalem. Eftir heimsókn hans, ríkti friður meðal fólksins í hundruð ára.

Í tímans rás tók fólkið að missa trú sína og stríð braust aftur út, sem næstum gjöreyddi öllum íbúunum.

Mormónsbók hefur, líkt og Biblían, marga höfunda. Hún er safn dagbóka og söguheimilda sem gengu frá einum höfundi til annars á um þúsund ára tímabili. Fyrsti höfundurinn er Nefí, sem fór frá Jerúsalem með fjölskyldu sinni árið 600 f.Kr. og kom til Ameríku. Nefí fékk yngri bróður sínum heimildina, sem svo fékk syni sínum hana. Hver höfundur lét ætíð heimildina í hendur einhvers sem hann treysti. Mormón var sá spámaður sem tók allar heimildirnar saman í eina bók. Af þeim sökum er bókin nefnd Mormónsbók.

Árið 1830 var Joseph Smith leiddur að þessum fornu heimildum og hann þýddi þær með krafti Guðs.

Mormónsbók styður Biblíuna og útskýrir oft kenningar Jesú Krists. Guðspjöll Markúsar og Lúkasar í Biblíunni greina t.d. frá sömu frásögnum um Jesú, en það má læra meira af samhenginu með því að lesa hvort fyrir sig.

Sameiginlega geyma Mormónsbók og Biblían þúsundir ára verðmæts innblásturs, leiðsagnar og fræðslu. Þær sýna að Guð elskar og leiðir fólk hvarvetna í heiminum. Með því að læra báðar þessar bækur, getum við hlotið aukinn skilning á því hver Guð er og hvað hann vill fyrir okkur.

Fáið frítt eintak af Mormónsbók
Biðjið um það núna

Lífsmáti

Meðlimir Kirkju Jesú Krsits hinna Síðari daga heilögu eru eins og allir aðrir. Það gæti í raun komið ykkur á óvart hve venjulegir þeir geta verið! Í lífi þeirra er gleði og sorg og allt þar á milli. Síðari daga heilagir eru þekktir sem hamingjusamt og friðsamt fólk, sem merkir ekki að þeir hafi engar áskoranir. Sérhver í þessu lífi háir harða baráttu, en ef við reynum okkar besta að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, getum við hlotið aukinn styrk og frið til að takast á við lífið.

Síðari daga heilagir reyna að hafa Jesú að miðpunkti lífs síns hvað lífshátt varðar. Trú þeirra á frelsarann og kenningar hans hefur áhrif á daglegar ákvarðanir hvað varðar talsmáta, klæðnað og breytni. Þeir reyna t.d. að vinna ekki á sunnudögum, svo þeir geti farið í kirkju, þjónað öðrum og varið tíma með fjölskyldu sinni. Trúfastir meðlimir kirkjunnar hvorki reykja, neyta áfengis, né stunda fjárhættuspil.

Meðlimir kirkju Jesú Krists kjósa að drekka ekki bjór, því við höfum trú á innblásnu heilbrigðislögmáli sem hvetur okkur til að hugsa vel um líkama okkar. Flest sem þar er að finna er einungis almenn skynsemi. Engin eiturlyf. Ekkert áfengi. Ekkert tóbak. Að auki er kaffi og te á bannlista. Við vitum ekki nákvæmlega afhverju, en trúum að þau fyrirmæli hafi komið frá Guði, svo við reynum að forðast þessi efni.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu býr að mörgum menningarhefðum sem taka mið af fjölskyldunni. Kirkjumeðlimir taka t.d. frá eitt kvöld í viku fyrir fjölskyldukvöld. Aðrir viðburðir í vikunni geta verið samkomur eins og hlaðborð og þjónustuverkefni og æskulýðsstarf fyrir unglinga. Margar hefða okkar eru almennar, eins og að heiðra hátíðisdaga með fjölskyldum okkar. Aðrar eru sérstakar, eins og að veita nýfæddu barni helga blessun í kirkju. Við biðjum og lesum ritningarnar saman sem fjölskyldur og á fyrsta sunnudegi hvers mánaðar föstum við saman í sólarhring.

Nei. Fjölskyldur Síðari daga heilagra eru af öllum stærðum og gerðum. Er einhver fjölskyldustærð sem þið mælið með? Nei, aftur. Það er einkar persónuleg ákvörðun. Ástríkar fjölskyldur geta verið fjölmennar eða fámennar eða einhversstaðar þar á milli.

Nei. Á fyrri tíma kirkjunnar bauð Drottinn að takmarkaður fjöldi kirkjumeðlima ástundaði fjölkvæni. Opinberun barst þó á seinni hluta 19. aldar, sem batt enda á þessa iðju. Frá þeim tíma hefur kirkjan kennt að einkvænishjónaband sé það sem Drottinn býður á okkar tíma. Þótt einhverjir ástundi enn fjölkvæni á okkar tíma, eru það ekki meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er öruggur staður, þar sem fólk getur komið saman í von um betra líf með Jesú Kristi. Kirkjan sér okkur fyrir helgum aðbúnaði, iðkun og kenningum til að stuðla að framþróun okkar og gera okkur kleift að rækta samband okkar við Guð. Að öllu áðurnefndu, þá felst kirkjuaðild í því að við tilheyrum samfélagi fólks sem lætur sér annt um hvert annað.

Já, bæði sem fjölskyldur og kirkja. Hverju ber að fagna, ef ekki fæðingu og upprisu Krists? Stundum ruglar fólk okkur saman við fáein önnur kristin trúarbrögð sem ekki fagna á helgidögum, en við getum það vissulega.

Kirkjusamkomur

Tími kirkjusamkoma er mismunandi eftir söfnuðum Þið getið þó ávallt reitt ykkur á eina aðalsamkomu fyrir alla, sem og skiptingu í námsbekki eftir aldri og félögum.

Hin almenna samkoma er kölluð sakramentissamkoma. Sú samkoma samanstendur af söng, bænum og prédikunum (eða „ræðum“) sem gefnar eru af mismunandi safnaðarmeðlimum í hverri viku. Mikilvægasti þáttur samkomunnar er þegar við neytum sakramentisins (samanber altarisgöngu).

Það er vaxandi fjöldi fólks sem hafnar skipulögðum trúarbrögðum og kýs að vera andlega sinnað á eigin hátt og reyna að lifa góðu lífi. Fólk þarf samt hvort tveggja, skipulögð trúarbrögð og persónulegt andríki. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur að geyma skipulagið og prestdæmisvaldið sem nauðsynleg eru til að framfylgja öllum boðorðum Guðs, þar með talið skírn og viðtöku sakramentis (samanber altarisgöngu). Þið ættuð að fara í kirkju á sunnudögum og jafnframt keppa að því að vera andleg og þjóna öðrum alla vikuna.

Reynið bara að vera snyrtileg. Ykkur er velkomið að koma í hvaða smekklegu fötum sem er og ykkur líður vel í. Flestir karlar eru í jakkafötum eða hnepptum skyrtum með bindi og konur eru yfirleitt í kjólum eða pilsum. Börnin klæða sig yfirleitt líka smekklega.

Við vonum að svo sé ekki. Margir meðlima okkar koma einir í kirkju í hverri viku. Ef þið hins vegar viljið að einhver komi með ykkur í fyrsta skiptið, er ykkur frjálst að hafa samband við svæðistrúboðana, sem geta fundið ykkur vin til að sitja hjá. Oft er erfitt að vera nýr – hverjar sem aðstæðurnar eru – en þið munið fljótt kynnast öðrum meðlimum í söfnuði ykkar og finna ykkur heimkomin.

Já! Ykkur er boðið að vera með okkur í vikulegum athöfnum, félagsstarfi, þjónustuverkefnum og kirkjuþjónustu. Við myndum njóta þess að kynnast ykkur og munum meta þátttöku ykkar í samfélagi okkar.

Nei, þess er ekki krafist að gestir taki þátt. Þegar brauði og vatni sakramentis (samanber altarisgöngu) er útdeilt til safnaðarins, getið þið einfaldlega fært næstu manneskju bakkann. Að öðru leyti er ykkur velkomið að njóta samkomunnar. Í sunnudagaskólanum fær kennarinn oft sjálfboðaliða til að lesa úr ritningunum. Ef þið viljið ekki taka þátt í því, gætið þess þá bara að rétta ekki upp hönd.

Það fer eftir líklega eftir fjölmenni safnaðarins sem þið heimsækið. Sumir söfnuðir eru svo fjölmennir að almennir meðlimir vita hugsanlega ekki að þið eruð gestir. Aðrir eru svo fámennir að allir þekkjast innbyrðis, svo meðlimir munu vissulega þekkja gesti og bjóða þá velkomna. Hvort heldur sem er, hikið þá ekki við að kynna ykkur eða spyrja spurninga. Allir munu gleðjast yfir að þið hafið komið.

Þær geta og gera það. Þær prédika í ræðustól, þjóna sem trúboðar, leiðtogar, ráðgjafar og kennarar og inna af hendi fjölda annarra ábyrgðahlutverka.

Nei, við fölumst ekki eftir framlögum eða útdeilum söfnunarbaukum.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var stofnuð í Fayette, New York, árið 1830. Joseph Smith var fyrsti forseti kirkjunnar. Hann sá Jesú Krist og Guð föðurinn í sýn og var kallaður sem spámaður til að endureisa kirkju Jesú Krists. Hann hlaut prestdæmi Guðs, þýddi Mormónsbók og sendi trúboða til að prédika fagnaðarerindið vítt og breytt um Norður-Ameríku og erlendis.

Höfuðstöðvar kirkjunnar voru fluttar til Ohio, Missouri og Illinois, til að komast hjá ofsóknum og finna stað fyrir samansöfnun meðlima kirkjunnar. Spámaðurinn Joseph Smith var handtekin ólöglega árið 1844, sökum tortryggni og stjórnmáladeilna á svæðinu, og myrtur af múgi.

Brigham Young varð næsti forseti kirkjunnar. Hann leiddi hina heilögu yfir sléttur Bandaríkjanna í yfirbyggðum vögnum, til Utah í Klettafjöllunum. Frá þeim tíma hefur kirkjan vaxið gríðarlega um allan heim. Í dag eru meðlimir rúmlega 16 milljónir í um 170 löndum.

Komið og sameinist kirkjufjölskyldu okkar
Finna næstu kirkju

Jesús Kristur

Upprisa er sameining anda og líkama eftir dauðann, svo þeir verði aldrei aðskildir aftur. Jesús reis upp frá dauðum, eða var reistur upp, þremur dögum eftir krossfestingu sína. Hann lifir enn í dag og við munum líka verða reist upp og geta aftur dvalið hjá Guði.

Engin veit hvenær síðari koma Jesú Krists verður, en við vitum að hann mun koma aftur. Englar lýstu yfir við postula Jesú: „Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins“ (Postulasagan 1:11). Í Biblíunni og Mormónsbók er getið um tákn sem fyrirboða síðari komunnar, svo sem stríð, hungursneyðir og boðun fagnaðarerindis Jesú Krists til allra þjóða.

Í Biblíunni er vísað til Jesú með um það bil 200 mismunandi nöfnum, titlum og skilgreiningum. Margir þeirra titla lýsa hátign hans og hlutverki á dásamlegan hátt.

 • Kristur
 • Frelsari
 • Lausnari
 • Sonur Guðs
 • Jehóva
 • Lamb Guðs
 • Brauð lífsins
 • Undraráðgjafi
 • Emmanúel
 • Ljós heimsins
 • Drottinn
 • Meistari
 • Milligöngumaður
 • Lifandi vatn
 • Friðarhöfðingi
 • Málsvari
 • Messías
 • Hinn heilagi Ísraels
 • Hinn eingetni
 • Góði hirðirinn

Eðli Guðs

Við erum öll börn föður okkar á himnum og sem góður og gæskuríkur faðir, þekkir hann ykkur. Hann þekkir ykkur – áskoranir ykkar, sigra, styrkleika og gríðarlega möguleika ykkar. Vitandi allt þetta, þá elskar hann ykkur. Honum er ekkert mikilvægara en hamingja ykkar. Af þeirri ástæðu vill hann að þið kynnist honum.

Ef þið eigið við óyggjandi vísindalega sönnun um tilveru Guðs, þá leggum við til aðra aðferð. Hvert okkar getur hlotið vitneskju um að Guð sé raunverulegur, en það er nokkuð sem gerist ef við leitum hans af djúpri persónulegri þrá með því að læra, þjóna, biðjast fyrir og hljóta guðlegan innblástur. Þegar við hljótum þá vitneskju, getum við séð sannindamerki um Guð hvarvetna umhverfis – í náttúrunni, daglegu lífi og bænheyrslu okkar.

Í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er hugsanlega ekkert nafn Guðs jafn mikilvægt og himneskur faðir. Það er vegna þess að við trúum að allir menn hafi anda og að Guð sé faðir þessara anda. Við erum bókstaflega börn hans og hann þráir að eiga samband við okkur. Fleiri nöfn Guðs (sem eiga rætur í hebresku máli) má einnig finna í Biblíunni – svo sem Elóhim, Jahve og Abba – en þannig ávarpaði Jesús Kristur Guð þegar hann baðst fyrir í Getsemanegarðinum. Hver er þá merking Abba? Faðir.

Musteri og hjónavígslur

Það fer eftir ýmsu. Musteri eru einungis opin þeim meðlimum kirkjunnar sem hafa unnið að því að búa sig sjálfa undir að fá sem mest út úr musterisupplifun. Opin hús eru þó höfð fyrir almenning eftir að musteri eru fyrst byggð og við önnur sérstök tækifæri, svo fólk geti skoðað þau að innan. Það að auki hafa mörg musteranna gestamiðstöðvar og lóðir sem öllum er frjálst að koma á.

Musteri Síðari daga heilagra eru frábrugðin öðrum kirkjubyggingum. Meðlimir kirkjunnar fara á þann stað til að gera loforð við Guð. Það eru meðal annars loforð um að halda boðorðin, vera góðir eiginmenn og góðar eiginkonur og liðsinna hvert öðru með því að deila því sem við eigum. Þar sem við trúum að fjölskyldur séu eilífar, þá er margt sem gert er í musterum til að efla fjölskylduböndin enn frekar. Hjónavígslur eru framkvæmdar til að vara alla tíð – ekki einungis „þar til dauðinn aðskilur ykkur.“ Foreldrar og börn verða eilífar fjölskyldur. Við minnumst ættmenna okkar. Mikið starf fer fram í musterum!

Fjölskyldur eru miðpunktur í hamingjuáætlun Guðs fyrir okkur og hjónabandinu er ætlað að vara lengur en „þar til dauðinn aðskilur.“ Í musterishjónavígslu eru eiginmaður og eiginkona eilíflega sameinuð. Þessi hjónavígsla er kölluð „innsiglun,“ því hjónin eru sameinuð í þessu lífi og um eilífð. Brúðurin og brúðguminn lofa að heiðra og elska hvort annað algjörlega og skuldbinda sig til að lifa eftir kenningum og fordæmi Jesú. Ef þau halda þessi loforð, er þeim í staðin lofað að hjónaband þeirra og fjölskylda munu vara áfram í næsta lífi.

Í musterum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru eiginmaður og eiginkona sameinuð að eilífu. Þessi hjónavígsla er kölluð „innsiglun,“ því hjónin eru sameinuð í þessu lífi og um eilífð. Eftir vígsluna eru þó oft haldnar hefðbundnar brúðkaupsveislur, þar sem borðað er, dansað og komið saman til að fagna ástinni.

Sérstakur trúarlegur fatnaður er sameiginlegur mörgum trúarbrögðum. Trúarlegur fatnaður gegnir hinum ýmsu hlutverkum. Nærfatnaður mormóna, sem er meira viðeigandi að kalla musterisklæði, eru tveir hlutar, svipaður nærskyrtu og stuttbuxum. Fullorðnir meðlimir kirkjunnar klæðast honum undir ytri klæðnaði. Hann gegnir því hlutverki að minna þá á loforðin sem gefin voru Guði. Þau eru álitin heilög af þeim meðlimum sem klæðast þeim.

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu geta gifst hverjum sem þeim sýnist. Helgar musterishjónavígslur eru þó einungis ætlaðar tveimur verðugum meðlimum kirkjunnar.

Eilífar fjölskyldur

Þegar Síðari daga heilagir gifta sig, líta þeir svo á að hjónabandinu sé ætlað að vara að eilífu. Hjónabandsvígslur í musterinu innihalda orðin „um tíma og eilífð,“ en ekki „þar til dauðinn aðskilur.“ Það eru þó ekki orðin sem gera eilíft hjónaband mögulegt, heldur kraftur Guðs. Þau börn sem fæðast hjónum sem hafa gifst sig í musterinu, eru sjálfkrafa „innsigluð“ foreldrum sínum. Þær fjölskyldur sem ganga í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í þessu lífi geta líka farið í musterið til að innsiglast saman.

Síðari daga heilagir leita heimilda um ættmenni sín og skrá vandlega þá sem hafa verið innsiglaðir stórfjölskyldu sinni. Þegar þeir finna ættmenni sem ekki hefur verið innsiglað, fara þeir í musterið og taka þátt í staðgengilshelgiathöfnum í þágu þess ættmennis. Ættmennin geta síðan valið að taka á móti innsigluninni eða hafnað henni. Innsiglun er eins og keðja sem tengir saman kynslóðir fjölskyldna. Staðgengilshelgiathafnir er líka mögulegt að framkvæma fyrir þá sem ekki voru skírðir meðan þeir lifðu.

Vefsíða kirkjunnar, FamilySearch.org, geymir yfir þrjá milljarða heimilda sem daglega er aukið við. Þið getið farið á síðuna til að hefja nánari leit að ættmennum ykkar eða hafið eigin ættarsögu með því að safna ættmennamyndum og skrá frásagnir um þau.

Skírn

Ef skírn er framkvæmd án rétts valdsumboðs eða á annan hátt en skírn frelsarans, þá þarf að framkvæma hana aftur. Skírn er forsenda þess að eiga aðild að Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Í kirkjunni er skírn framkvæmd með niðurdýfingu, sem felst í því að skírnþega er „dýft“ öllum ofan í vatnið og hann svo tekinn upp úr því. Biblían segir að „þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu“ (Matteus 3:16). Skírn með niðurdýfingu er falleg táknræn athöfn, ekki aðeins um hreinsun synda, heldur líka um dauða, greftrun og upprisu. Skírnin merkir viðskil við gamlan lífsmáta og fæðingu til lífs bundið kristnum gildum.

Guð hefur séð til þess að allir geti tekið á móti öllum blessunum hans – jafnvel eftir dauðann. Mögulegt er að framkvæma skírnir og fleiri nauðsynlegar helgiathafnir í þágu þeirra sem hafa dáið án þess að hafa fengið slíkt tækifæri. Páll postuli ræddi um skírn fyrir dána í Biblíunni (sjá 1. Korintubréfið 15:29) og meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu viðhalda þessari sömu iðju í musterum okkar tíma.

Framvinda þess er eins og eftirfarandi: Síðari daga heilagir taka saman eigin ættarsögu og nöfn fólks sem hefur dáið án þess að hafa látið skírast. Meðlimir eru síðan skírðir í þágu þessara ættmenna í musterinu. Þessi þjónusta fyrir aðra er framkvæmd í kærleika – og þar sem lífið heldur áfram eftir dauðann, þá eru hinir dánu meðvitaðir um helgiathafnir þessar og geta valið að að taka á móti þeim eða ekki.

Kynnið ykkur hvernig þið getið látið skírast
Hitta trúboða

Trúboðsstarf

Öllum meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu ber skylda til að miðla fagnaðarerindinu, en það er ætíð val hvers og eins að þjóna í trúboði. Ungt fólk er einkum hvatt til að þjóna í trúboði, því það er tilvalið tækifæri til að læra, þjóna og þroskast.

Nei, margir trúboðar greiða í raun sjálfir fyrir trúboðið sitt. Oft byrja þeir að leggja fyrir mörgum árum áður en þeir fara í trúboð. Stundum færa fjölskyldur fjárhagslegar fórnir til að gera trúboða kleift að fara í trúboð.

Nei, „öldungur“ er í raun ekki nafn, heldur titill fyrir karlkyns trúboða. Kvenkyns trúboðar eru hliðstætt þessu ávarpaðar sem „systur,“ á undan eftirnafni sínu. „Öldungur“ og „systir“ eru virðingartitlar.

Það felst meira öryggi í því að trúboðar starfi tveir saman. Það er líka samkvæmt þeirri fyrirmynd sem Jesús bauð: „Og hann kallaði þá tólf til sín, tók að senda þá út, tvo og tvo, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum“ (Markús 6:7).

Fyrsta skrefið er að hitta trúboðana. Þeir munu kenna þér helstu atriði og iðkanir trúar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þeir geta líka svarað öllum spurningum um kirkjuna og sagt ykkur frá því hvers vænst er af meðlimum hennar.

Þið ættuð líka að byrja að koma á guðsþjónustur. Þið munið finna gleði í því að tilheyra samfélagi fólks sem lætur sér annt um hvert annað og reynir að fylgja fordæmi Jesú Krists.

Þegar þið eruð tilbúin að ganga í kirkjuna, getið þið ákveðið að skírast og verða formlega meðlimir hennar. Þið getið annaðhvort látið skírast af trúboðum eða einhverjum sem þið hafið kynnst í kirkju.