Kirkja Jesú Krists

Þegar Jesús var á jörðu stofnaði hann kirkju sína, til að við gætum lært hvernig snúa ætti aftur til Guðs. Þessi sama kirkja er til á okkar tíma.

Jesús stofnaði kirkju

Guð sendi Jesú ekki aðeins til að leysa okkur frá synd, heldur líka til að stofna kirkju. Þegar Jesús dó, voru það ekki einungis áhrifamiklar prédikanir og kenningar sem hann skildi við sig. Hann skildi við sig postula, boðorð og grunn að kirkjustofnun, sem yrði öðrum til blessunar löngu eftir dauða hans. Hann veitti líka réttlátum karlmönnum prestdæmið, eða kraftinn og valdið til að starfa fyrir Guð. Það er sami krafturinn og hann læknaði sjúka með, reisti við dauða, blessaði þjáða og tilnefndi leiðtoga kirkju sinnar.

Kirkjan varð fyrir fráhvarfi

Eftir því sem kirkjan óx, stóðu postularnir frammi fyrir vaxandi upplausn, ágreiningi meðal trúaðra og óvægum árásum vantrúaðra. Postular voru myrtir og fólkið varð ósammála um grundvallaratriði kenninga Jesú. Fólk tók að mynda hinar ýmsu kirkjur án þess að hafa til þess vald frá Guði. Þessar kirkjur voru hver annari ólík og þær viku frá hinni upprunalegu kirkju Jesú Krists.

Afleiðing þessa varð víðtækt fráhvarf kristindómsins eða viðsnúningur frá reglum fagnaðarerindisins. Hin sanna kirkja sem Jesús hafði stofnað fyrirfannst ekki lengur á jörðunni. Prestdæmisvaldið til að starfa í nafni Guðs glataðist, réttar reglur spilltust og grundvallarsannleikur fagnaðarerindisins dreifðist meðal ólíkra kirkna.

Kynnið ykkur hvernig Jesús endurreisti kirkju sína
Hitta trúboða

Kirkja Jesú Krists var endurreist

Að öldum liðnum kölluðu Guð og Jesús nýjan spámann, Joseph Smith, til að endurreisa kirkjuna og allar sannar kenningar hennar.

Joseph ólst upp á sveitabýli í Palmyra, New York. Margar kirkjur og prestar áttu í samkeppni um athygli fólks á svæðinu. Joseph var ráðvilltur yfir hvaða kirkju hann ætti að ganga í, því þær kenndu allar svo ólíka hluti. Athygli hans barst að versi í Biblíunni um að leita til Guðs, ef við hefðum spurningu, og hann myndi svara.

Joseph ákvað að biðjast fyrir. Hann fór á afvikinn stað úti í skógi og kraup á kné. Hann spurði Guð auðmjúkur í bæn í hvaða kirkju hann ætti að ganga. Guð og Jesús komu til hans í sýn. Joseph lýsti þessari helgu upplifun síðar:

„[Ég sá] ljósstólpa beint yfir höfði mér, skærari en sólin, og hann lækkaði hægt, uns hann féll á mig … Þegar ljósið hvíldi á mér, sá ég tvær verur, svo bjartar og dýrðlegar, að ekki verður með orðum lýst, og stóðu þær fyrir ofan mig í loftinu. Önnur þeirra ávarpaði mig, nefndi mig með nafni og sagði, um leið og hún benti á hina – Þetta er minn elskaði sonur. Hlýð þú á hann!“ (Joseph Smith – Saga 1:16–17).

Guð faðirinn og sonur hans, Jesús Kristur, sögðu Joseph að ganga ekki í neina þeirra kirkna sem þar væru. Þeir sögðu honum að Jesús myndi um síðir endureisa upphaflegu kirkju sína fyrir hans milligöngu. Joseph Smith varð spámaður, rétt eins og spámenn Biblíunnar til forna. Síðar var honum veitt mikilvægt prestdæmisvald, sem hafði glatast og því fylgdi vald til að skíra, lækna sjúka og kalla postula og aðra leiðtoga. Hin endurreista kirkja var formlega stofnuð árið 1830.

Jesús Kristur leiðir kirkju sína í dag fyrir milligöngu spámanna

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er hin endurreista kirkja Jesú Krists. Jesús er sannlega höfuð kirkju sinnar og leiðir okkur til návistar við Guð fyrir milligöngu spámanns okkar tíma.

Komið og tilbiðjið frelsarann, Jesú Krist, með okkur Þið verðið blessuð af því að læra kenningar hans í hinum helgu ritningum og hlusta á það sem hann hefur talað til spámanna og postula okkar tíma. Þið munið finna elsku Guðs þegar þið takið þátt í að þjóna öðrum í kirkju Drottins.

Allir eru velkomnir í kirkju
Finna næstu kirkju

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.