Hvað kennir hin helga Biblía?

Hin helga Biblía kennir að Guð lætur aldrei af því að elska börn sín.

Biblían er orð Guðs

Biblían er safn helgra bóka, sem ritaðar voru af fornum spámönnum og sagnriturum. Höfundar þessir skráðu samskipti Guðs við fólk sitt í yfir 4000 ár. Hin innblásnu orð þeirra eru það sem við þekkjum í dag sem Biblíuna.

Ef við lifum eftir þeim kenningum sem Biblían geymir, mun það gera okkur kleift að þekkja Guð, læra af hinu góða fólki sem elskaði hann og skilja betur hvernig hann vill að við högum lífi okkar.

Biblían kennir um Jesú

Jesús Kristur er sonur Guðs, sem kom til jarðar til að frelsa okkur frá synd, sorg, sársauka, einmanaleika og fleiru. Jesús kenndi fallegar lexíur um þjónustu og kærleika og gerði mörg kraftaverk þegar hann var á jörðunni. Við getum lesið þær frásagnir í Biblíunni og lært hvernig við getum sigrast á erfiðleikum með liðsinni Jesú.

Lærum Biblíuna saman
Hitta trúboða

Efni Biblíunnar er jafn mikilvægt fyrir okkur í dag eins og það hefur alltaf áður verið. Okkar kærleiksríki faðir á himnum mun blessa okkur þegar við lesum orð hans og reynum að lifa eftir því. Þið munið finna betur nálægð Guðs þegar þið lesið og lærið um elsku hans í hinum mörgu lexíum Biblíunnar, sem geta hjálpað okkur að takast á við daglegar áskoranir.

Boðorðin tíu

Í Biblíunni gaf Guð fólki sínu boðorð, eða lögmál, til að lifa eftir. Þau boðorð bjóða okkur að elska Guð og koma fram við aðra af virðingu. Þau bjóða okkur líka að ljúga ekki, stela ekki, myrða ekki og drýgja ekki hór (sjá 2. Mósebók 20). Guð væntir þess enn í dag að við lifum eftir boðorðunum tíu.

Æðra lögmál

Í Nýja testamentinu sýnir Jesús okkur betri leið til að fylgja Guði. Hann kenndi að við þyrftum að halda boðorðin tíu og líka að hafa hreinan huga og hreint hjarta. Kjarni þess að sýna trú á Jesú er að lifa eftir æðstu boðorðunum hans tveimur – að elska Guð og elska náunga okkar eins og okkur sjálf.

Kærleikur

Mikilvægast er að Biblían kennir kærleika. Þegar við lesum frásagnir um kærleika í Biblíunni, getum við orðið líkari Jesú. Við getum elskað heitar, þjónað meira og verið fúsari til að fyrirgefa. Við getum lært að elska Guð, náunga okkar og jafnvel óvini okkar.

Annað vitni um Jesú Krist

Meðlimir Kirkju Jesú Krist hinna Síðari daga heilögu trúa líka á aðra helga bók frá Guði, Mormónsbók. Líkt og Biblían, þá kennir hún okkur um Jesú og svarar sumum erfiðustu spurningum lífsins. Sameiginlega veita Biblían og Mormónsbók okkur aukinn skilning á frelsaranum og aukna elsku til hans.

Kynnið ykkur hvernig Mormónsbók vitnar um Jesú
Biðja um frítt eintak

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.