Hvað kennir hin helga Biblía?
Hin helga Biblía kennir að Guð lætur aldrei af því að elska börn sín.
Biblían er orð Guðs
Biblían er safn helgra bóka, sem ritaðar voru af fornum spámönnum og sagnriturum. Höfundar þessir skráðu samskipti Guðs við fólk sitt í yfir 4000 ár. Hin innblásnu orð þeirra eru það sem við þekkjum í dag sem Biblíuna.
Ef við lifum eftir þeim kenningum sem Biblían geymir, mun það gera okkur kleift að þekkja Guð, læra af hinu góða fólki sem elskaði hann og skilja betur hvernig hann vill að við högum lífi okkar.
Biblían kennir um Jesú
Jesús Kristur er sonur Guðs, sem kom til jarðar til að frelsa okkur frá synd, sorg, sársauka, einmanaleika og fleiru. Jesús kenndi fallegar lexíur um þjónustu og kærleika og gerði mörg kraftaverk þegar hann var á jörðunni. Við getum lesið þær frásagnir í Biblíunni og lært hvernig við getum sigrast á erfiðleikum með liðsinni Jesú.
Efni Biblíunnar er jafn mikilvægt fyrir okkur í dag eins og það hefur alltaf áður verið. Okkar kærleiksríki faðir á himnum mun blessa okkur þegar við lesum orð hans og reynum að lifa eftir því. Þið munið finna betur nálægð Guðs þegar þið lesið og lærið um elsku hans í hinum mörgu lexíum Biblíunnar, sem geta hjálpað okkur að takast á við daglegar áskoranir.