Velkomin
Velkomin til lifandi trúar, þar sem sannleikurinn og reglurnar sem Jesús Kristur kenndi hafa bein og jákvæð áhrif á lífsmáta okkar, fjölskyldulíf og breytni okkar við aðra og hvernig við tökumst á við erfiðleika og áskoranir. Komið og eigið hlutdeild í því.
Við eigum sennilega meira sameiginlegt en ykkur er ljóst. Jesús er þungamiðja trúar okkar. Þið getið fundið betur nálægð hans með því að læra kenningar hans og reyna að fylgja honum.
Komið og takið þátt í guðsþjónustum okkar, félagslífi og dagskrá. Þið getið fundið gleði í fagnaðarerindinu með því að eiga hlutdeild í samfélagi vináttu, þjónustu og kærleika.
Jesús Kristur er frelsari heimsins. Sökum hans, getum við lifað með Guði aftur. Með því að læra um hann og fylgja fordæmi hans, getið þið uppgötvað blessanir Guðs fyrir öll börn hans.