Trúin okkar
Við, sem kristið fólk, trúum að okkur beri að læra allt sem við getum um Jesú. Mesta hamingja lífsins hlýst af því að fylgja frelsaranum. Þið munið finna elsku hans til ykkar, er þið reynið að skilja líf hans og kenningar.

Jesús Kristur er frelsari heimsins. Sökum hans, getum við lifað með Guði aftur. Með því að læra um hann og fylgja fordæmi hans, getum við uppgötvað blessanir Guðs fyrir okkur.

Mormónsbók er, líkt og Biblían, forn heimild sem kennir um Jesú. Hún er orð Guðs og svarar spurningum um fagnaðarerindið. Hún hjálpar okkur líka að verða betri og finna nálægð Guðs.

Biblían er orð Guðs. Hún leiðir okkur til Jesú og sýnir hvernig fylgja á hans fullkomna fordæmi. Kynnið ykkur hvernig kenningar Biblíunnar hjálpa okkur að finna gleði, tilgang og lífsstefnu.

Hann er faðir okkar. Hann skapaði heiminn og okkur öll. Hann þekkir og elskar ykkur.

Guð stofnaði fjölskyldur, svo við gætum fundið hamingju, lært í ástúðlegu umhverfi og búið okkur undir eilíft líf.

Þegar Jesús var á jörðu stofnaði hann kirkju sína, til að við gætum lært hvernig snúa ætti aftur til Guðs. Þessi sama kirkja er til á okkar tíma.
Algengar spurningar
Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.