Trúin okkar

Við, sem kristið fólk, trúum að okkur beri að læra allt sem við getum um Jesú. Mesta hamingja lífsins hlýst af því að fylgja frelsaranum. Þið munið finna elsku hans til ykkar, er þið reynið að skilja líf hans og kenningar.

Fáið frítt eintak af Mormónsbók

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.

Já! Vissulega. Hvað sem öllu líður, þá er hugtakið „mormónar“ einungis viðurnefni. Við erum meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Við trúum því að Jesús Kristur sé sonur Guðs, frelsari heimsins, og að hann elski okkur öll heitar en við fáum skilið. Merkir það að við trúum nákvæmlega því sama og allar aðrar kristnar kirkjur? Nei, en við teljum okkur sannlega vera guðrækna fylgjendur Jesú Krists.

Meðlimir kirkju Jesú Krists kjósa að drekka ekki bjór, því við höfum trú á innblásnu heilbrigðislögmáli sem hvetur okkur til að hugsa vel um líkama okkar. Flest sem þar er að finna er einungis almenn skynsemi. Engin eiturlyf. Ekkert áfengi. Ekkert tóbak. Að auki er kaffi og te á bannlista. Við vitum ekki nákvæmlega afhverju, en trúum að þau fyrirmæli hafi komið frá Guði, svo við reynum að forðast þessi efni.

Já. Algjörlega. Hún er orð Guðs, helg ritning og hana þarf að lesa til að njóta hamingjuríks lífs. Við hljótum líka innblástur af öðrum ritningum, ásamt Biblíunni, sem eru einstæðar fyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þær vinna allar saman við að kenna okkur mikilvægan sannleika um Jesú Krist.

Það fer eftir ýmsu. Musteri eru einungis opin þeim meðlimum kirkjunnar sem hafa unnið að því að búa sig sjálfa undir að fá sem mest út úr musterisupplifun. Opin hús eru þó höfð fyrir almenning eftir að musteri eru fyrst byggð og við önnur sérstök tækifæri, svo fólk geti skoðað þau að innan. Það að auki hafa mörg musteranna gestamiðstöðvar og lóðir sem öllum er frjálst að koma á.

Hin heilaga þrenning er hugtak sem mörg kristin trúarbrögð nota til skilgreiningar á Guði föðurnum, Jesú Kristi og heilögum anda. Síðari daga heilagir trúa á staðfastlega á alla þrjá, en trúum ekki að þeir séu einn og sami einstaklingurinn. Við trúum að þeir séu eitt í tilgangi. Tilgangur þeirra er að hjálpa okkur að hljóta sanna gleði í þessu lífi og komandi lífi (sem við höfum líka trú á).