Tilheyra samfélagi

Við erum venjulegt fólk sem reynir að fylgja fordæmi Jesú Krists. Við elskum hvert annað, hjálpum hvert öðru og reynum okkar besta við að lifa eftir kenningum Jesú. Komið, gangið til liðs við okkur og upplifið liðsheild og einingu.

Komið og tilbiðjið með okkur

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.

Meðlimir Kirkju Jesú Krsits hinna Síðari daga heilögu eru eins og allir aðrir. Það gæti í raun komið ykkur á óvart hve venjulegir þeir geta verið! Í lífi þeirra er gleði og sorg og allt þar á milli. Síðari daga heilagir eru þekktir sem hamingjusamt og friðsamt fólk, sem merkir ekki að þeir hafi engar áskoranir. Sérhver í þessu lífi háir harða baráttu, en ef við reynum okkar besta að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, getum við hlotið aukinn styrk og frið til að takast á við lífið.

Síðari daga heilagir reyna að hafa Jesú að miðpunkti lífs síns hvað lífshátt varðar. Trú þeirra á frelsarann og kenningar hans hefur áhrif á daglegar ákvarðanir hvað varðar talsmáta, klæðnað og breytni. Þeir reyna t.d. að vinna ekki á sunnudögum, svo þeir geti farið í kirkju, þjónað öðrum og varið tíma með fjölskyldu sinni. Trúfastir meðlimir kirkjunnar hvorki reykja, neyta áfengis, né stunda fjárhættuspil.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu býr að mörgum menningarhefðum sem taka mið af fjölskyldunni. Kirkjumeðlimir taka t.d. frá eitt kvöld í viku fyrir fjölskyldukvöld. Aðrir viðburðir í vikunni geta verið samkomur eins og hlaðborð og þjónustuverkefni og æskulýðsstarf fyrir unglinga. Margar hefða okkar eru almennar, eins og að heiðra hátíðisdaga með fjölskyldum okkar. Aðrar eru sérstakar, eins og að veita nýfæddu barni helga blessun í kirkju. Við biðjum og lesum ritningarnar saman sem fjölskyldur og á fyrsta sunnudegi hvers mánaðar föstum við saman í sólarhring.

Við komum saman alla sunnudaga til að syngja sálma, hlusta á prédikanir og kenna hvert öðru um frelsarann. Kirkja er andleg endurnæring og það er tilvalin leið til að hafa Jesú að miðpunkti lífs okkar. Við bjóðum alla gesti velkomna á okkar kristilegu samkomur og að tilbiðja með okkur.

Tími kirkjusamkoma er mismunandi eftir söfnuðum Þið getið þó ávallt reitt ykkur á eina aðalsamkomu fyrir alla, sem og skiptingu í námsbekki eftir aldri og félögum.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er öruggur staður, þar sem fólk getur komið saman í von um betra líf með Jesú Kristi. Kirkjan sér okkur fyrir helgum aðbúnaði, iðkun og kenningum til að stuðla að framþróun okkar og gera okkur kleift að rækta samband okkar við Guð. Að öllu áðurnefndu, þá felst kirkjuaðild í því að við tilheyrum samfélagi fólks sem lætur sér annt um hvert annað.

Já, bæði sem fjölskyldur og kirkja. Hverju ber að fagna, ef ekki fæðingu og upprisu Krists? Stundum ruglar fólk okkur saman við fáein önnur kristin trúarbrögð sem ekki fagna á helgidögum, en við getum það vissulega.