Fylgja Jesú Kristi

Hver er Jesús Kristur? Jesús er frelsari heimsins. Við finnum aukinn frið og hamingju, ef við fylgjum honum.

Jesús er sonur Guðs

Himneskur faðir sendi son sinn, Jesú Krist, til að þjást fyrir syndir allra sem lifa myndu á jörðu, svo okkur gæti verið fyrirgefið. Þessi fórn í okkar þágu var möguleg sökum guðleika Jesú og hans fullkomna lífs.

Jesús var meistarakennari og þjónn allra, en hann var sannlega meira en það. Hann spurði Pétur postula: „Hvern segið þér mig vera?“ Pétur svaraði: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“ (Matteus 16:15–16).

Jesús sá okkur fyrir fullkomnu fordæmi að fylgja

Jesús lifði fullkomnu lífi til að sýna hvernig við kæmumst aftur til föður okkar á himnum. Þótt Jesús hafi aldrei syndgað, var hann samt skírður til að sýna hlýðni við Guð og kenna að skírnar sé krafist af öllum.

Kynnið ykkur hvernig þið getið látið skírast
Hitta trúboða

Jesús er líka fullkomið fordæmi um elsku. Í jarðlífi sínu lét hann sér annt um hina fátæku, læknaði blinda (sjá Jóhannes 9:1–7), bauð litlu börnunum að koma til sín (sjá Matteus 19:13–14) og jafnvel fyrirgaf þeim sem krossfestu hann. Elska hans er óendanleg og stendur öllum til boða sem þarfnast hennar.

Jesús kenndi okkur hvernig lifa á og koma fram við aðra

Komið var að Jesú aðeins 12 ára gömlum við að kenna fræðimönnum í musterinu (sjá Lúkas 2:46). Þeir furðuðu sig á hve mikið hann vissi. Jesús varð besti kennari sem uppi hefur verið. Hann notaði oft dæmisögur eða sögur til að kenna mikilvægan sannleika. Dæmisögurnar voru um venjulegt fólk og hversdagslegar aðstæður sem fólki reyndist auðvelt að skilja. Sögur hans hrífa enn hjörtu okkar og hvetja okkur til að fylgja honum og þjóna öðrum.

Kenningar Jesú Krists

Verkamenn í víngarðinum

Jesús kenndi að allir trúfastir munu hljóta sömu laun á himnum, burt séð frá því hversu lengi sérhver hefur verið trúfastur (sjá Matteus 20:1–16).

Miskunnarlausi þjónninn

Jesús kenndi okkur mikilvæga lexíu um fyrirgefningu með því að spyrja: „Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér?“ (Matteus 18:33)

Miskunnsami Samverjinn

Jesús bauð að við ættum að elska náunga okkar. Dæmisagan um miskunnsama Samverjan kennir að náungi okkar getur verið hver sem er, einnig ókunnugir og óvinir (sjá Lúkas 10:25–37).

Glataði sonurinn

Hver sá sem kemur til Krists mun finna kærleiksfaðm hans, burt séð frá því hvað viðkomandi hefur gert af sér (sjá Lúkas 15:11–32)

Týndi sauðurinn

Þegar við erum týnd eða einmana og við komum til Jesú, mun hann ekki aðeins bjóða okkur velkomin, heldur líka gleðjast sem hirðir og segja: „Samgleðjist mér, því að ég hef fundið sauðinn minn, sem týndur var“ (Lúkas 15:1–6).

Mormónsbók geymir líka áhrifamiklar kenningar um frelsarann. Í heimsókn sinni til hinnar fornu Ameríku kenndi hann fólkinu að biðja, vera auðmjúkt og hvernig breyta á við fjölskyldu sína.

Lesið kenningar Jesú í Mormónsbók
Biðja um frítt eintak

Jesús þjáðist og dó fyrir syndir okkar

Hlutverk Jesú með komu sinni til jarðar var að frelsa okkur frá syndum okkar. Hann var fús til að þjást og fórna sjálfum sér til að reiða fram gjaldið fyrir mistök okkar, svo við gætum iðrast og hlotið fyrirgefningu synda okkar.

Í Getsemanegarðinum upplifði Jesús byrði hverrar syndar og sársauka sem menn fá þekkt. Hann þjáðist fyrir hverja manneskju sem lifað hefur, sem varð þess valdandi að honum blæddi úr hverri svitaholu líkama síns (sjá Lúkas 22:44). Hann var tekinn höndum, hrækt var á hann og loks var hann krossfestur. Þótt Jesús hefði verið deyddur af eigin fólki, þá hrópaði hann að Guð mætti vera því miskunnsamur (sjá Lúkas 23:34).

Við munum öll gera mistök í lífinu og það sem við sjáum eftir. Við getum þó orðið hrein aftur, ef við biðjum til föður okkar á himnum um fyrirgefningu og reynum að bæta okkur. Við eigum öll skuld að gjalda frelsara okkar og lausnara, Jesú Kristi, fyrir hina miklu elsku hans.

Jesús var reistur upp svo við gætum lifað aftur

Jesús reis úr gröfinni þremur dögum eftir dauða sinn og birtist mörgum vina sinna og fylgjenda. Hann var sá fyrsti sem reis upp. Í því felst að andi hans sameinaðist aftur fullkomnum líkama hans eftir dauða hans. Við munum dag einn rísa upp, sökum þess að Jesús sigraði dauðann.

Komið og tilbiðjið frelsarann með okkur
Finna næstu kirkju

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.