Hvað er kirkja?

Kirkja er athvarf frá öngþveiti daglegs lífs, þar sem við helgum okkur því að tilbiðja Guð og elska náunga okkar.

Sunnudagssamkomur

Við komum saman alla sunnudaga til að syngja sálma, hlusta á prédikanir og kenna hvert öðru um frelsarann. Kirkja er andleg endurnæring og það er tilvalin leið til að hafa Jesú að miðpunkti lífs okkar. Við bjóðum alla gesti velkomna á okkar kristilegu samkomur og að tilbiðja með okkur.

Tími kirkjusamkoma er mismunandi eftir söfnuðum Þið getið þó ávallt reitt ykkur á eina aðalsamkomu fyrir alla, sem og skiptingu í námsbekki eftir aldri og félögum.

Við tökum frá sæti fyrir ykkur
Finna næstu kirkju

Sakramentissamkoma

Hin almenna samkoma er kölluð sakramentissamkoma. Sú samkoma samanstendur af söng, bænum og prédikunum (eða „ræðum“) sem gefnar eru af mismunandi safnaðarmeðlimum í hverri viku. Mikilvægasti þáttur samkomunnar er þegar við neytum sakramentisins (samanber altarisgöngu).

Sakramentið minnir okkur á Jesú

Í hverri viku er brauð og vatn blessað og fært söfnuðinum. Þegar við etum og drekkum þessi tákn, lofum við að minnast fórnar Jesú og reyna að halda boðorð hans. Þetta er dásamlegt tækifæri til að finna elsku Guðs til okkar og bjóða heilögum anda að leiða okkur og hugga.

Tónlist og sálmar

Að syngja um frelsarann og hinar mörgu blessanir okkar, gerir okkur kleift að finna betur nálægð Guðs. Í dæmigerðri sakramentissamkomu eru þrír eða fjórir sálmar sem söfnuðurinn syngur. Það getur líka verið tónlistaratriði með kór eða fámennum hópi. Þið gætuð kannast við einhverja sálmana í sálmabók okkar, eins og „Hærra minn Guð til þín“ eða „Þú mikill ert,“ en þið munið líka læra nokkra nýja sálma. Svo er ekkert að því að syngja örlítið falskt! Hefjið samt upp raust ykkar í tilbeiðslu ykkar með okkur.

Vitnisburðir

Á fyrsta sunnudegi hvers mánaðar eru ekki venjubundin ræðuhöld á sakramentissamkomu. Þess í stað getur hver meðlimur sem hefur eitthvað að segja farið upp að ræðupúltinu og tjáð tilfinningar sínar um fagnaðarerindið. Trú okkar getur styrkst þegar við heyrum upplifanir annarra og finnum anda Guð fylla hjarta okkar.

Aðrar sunnudagssamkomur

Hvort heldur eftir eða fyrir sakramentissamkomur eru ákveðnir aldursskiptir námsbekkir fyrir börn og fullorðna. Ef þið óskið að taka þátt í þeim samkomum, spyrjið þá einhverja í kirkju um þær og þeir munu auðfúslega vísa ykkur á réttan stað.

Komið með fjölskyldu ykkar í kirkju
Finna næstu kirkju

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.