Hvað er kirkja?
Kirkja er athvarf frá öngþveiti daglegs lífs, þar sem við helgum okkur því að tilbiðja Guð og elska náunga okkar.
Sunnudagssamkomur
Við komum saman alla sunnudaga til að syngja sálma, hlusta á prédikanir og kenna hvert öðru um frelsarann. Kirkja er andleg endurnæring og það er tilvalin leið til að hafa Jesú að miðpunkti lífs okkar. Við bjóðum alla gesti velkomna á okkar kristilegu samkomur og að tilbiðja með okkur.
Tími kirkjusamkoma er mismunandi eftir söfnuðum Þið getið þó ávallt reitt ykkur á eina aðalsamkomu fyrir alla, sem og skiptingu í námsbekki eftir aldri og félögum.