Finna aukna nálægð Guðs

Hann er faðir okkar. Hann skapaði heiminn og okkur öll. Hann þekkir og elskar ykkur.

Guð er faðir okkar á himnum

Þið eruð barn Guðs. Við ávörpum Guð oft sem himneskan föður, því hann dvelur á himnum. Í hans augum erum við öll jöfn og verðug kærleika og hamingju. Þar sem Guð er alvitur, skilur hann hvert okkar persónulega. Hann þekkir styrkleika okkar, veikleika, vonir og ótta. Okkar kærleiksríki himneski faðir er þolinmóður og fús til að fyrirgefa. Guð vill að við leitum til hans eftir liðsinni, burt séð frá því hver við erum eða hvað við höfum gert af okkur. Við munum upplifa aukna lífsgleði þegar við komum til hans.

Við nytum þess að hitta ykkur til að ræða meira um Guð
Hitta trúboða

Guð blessar okkur á margan hátt

Vísbendingar um elsku Guðs eru hvarvetna umhverfis. Við getum lært að bera kennsl á hönd Guðs í okkar daglega lífi. Guð er stöðugt að gefa okkur gjafir, bæði stórar og smáar. Hann gaf okkur líf okkar, hæfileika og þessa fallegu veröld. Hann hefur líka sent fólk í líf okkar, því hann veit að við þörfnumst þess til stuðnings, elsku og gleði. Þegar við finnum þessa elsku frá vinum, fjölskyldu eða jafnvel ókunnugum, getum við uppgötvað elsku Guðs.

Æðsta gjöf Guðs til okkar er sonur hans, Jesús Kristur. Fyrir hans tilstilli getum við hlotið fyrirgefningu og snúið aftur til dvalar hjá himneskum föður okkar.

Við getum átt samskipti við Guð fyrir tilverknað bænar

Við getum, á sama hátt og við förum til foreldra okkar til að fá leiðsögn, komið til Guðs og sagt honum frá áhyggjum okkar, spurningum og þakklæti. Guð hlustar á bænir ykkar og mun svara. Ein samskiptaleið hans við okkur er með heilögum anda. Andinn getur hjálpað okkur að finna frið, hjartahlýju, huggun og fullvissu. Fyrir tilverknað heilags anda getum við vitað að Guð elskar okkur.

Að hafa Guð að miðpunkti lífsins

Jesús kenndi að himneskur faðir væri til staðar fyrir okkur þegar við kæmum til hans. Þegar við eflum samband okkar við Guð, getum við notað kraft hans til að sigrast á áskorunum okkar. Þið getið hafið ferð ykkar á því að kynnast Guði með því að þróa trú, iðrast synda ykkar, láta skírast og meðtaka gjöf heilags anda. Haldið áfram á veginum til Guðs með því að biðja til hans, lesa orð hans, fara í kirkju, læra um Jesú og þjóna öðrum.

Við tökum frá sæti fyrir ykkur
Finna næstu kirkju

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.