Öflugt fjölskyldulíf

Guð stofnaði fjölskyldur, svo við gætum fundið hamingju, lært í ástúðlegu umhverfi og búið okkur undir eilíft líf.

Fimm leiðir til að hafa Guð að miðpunkti í fjölskyldu ykkar

Fjölskyldur skipa mikilvægu hlutverki í hamingjuáætlun himnesks föður fyrir okkur. Að leggja rækt við fjölskyldu er afar gefandi, en það getur reynst erfitt, einkum í heimi okkar tíma. Börn ykkar munu þurfa að taka erfiðari ákvarðanir en þið gerðuð á ykkar yngri árum. Hér eru fimm leiðir til að efla fjölskyldu ykkar og verja hana gegn slæmum áhrifum heimsins.

1. Kennið góð lífsgildi

Í Orðskviðunum 22:6 segir: „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ Það er ykkar ábyrgð sem foreldra að kenna börnum ykkar góð gildi og reglur. Kennið þeim um Guð og hve heitt hann elskar þau. Kennið þeim að vera heiðarleg. Kennið þeim hina gullnu reglu – að breyta við aðra eins og þau vilja að breytt sé við þau.

Vandlega skilgreind lífsgildi stuðla að betri ákvörðunum einstaklings. Þegar börn ykkar eldast, munu þau takast á við erfiðar áskoranir. Kennið þeim að halda sig fast við staðla Guðs varðandi kynlíf, eiturlyf, fjármál, menntun og fleira. Þið munið ekki geta frætt þau um allar hugsanlegar aðstæður sem þau gætu upplifað. Þið getið þó kennt þeim hvað er rétt og rangt og útskýrt að hver valkostur, hvort heldur góður eða slæmur, hefur sínar afleiðingar. Hlustið vandlega á börn ykkar allt þeirra líf, ef þau hafa spurningar, og gætið þess að þau viti fyrir víst að þið munið alltaf elska þau, sama hvað á gengur.

2. Biðjið saman sem fjölskylda

Líkt og við segjum: „Fjölskylda sem biður saman, heldur hópinn.“ Guð blessar fjölskyldur sem biðja saman með auknum friði, kærleika og samhug á heimilinu. Fjölskyldubæn er líka góð leið til að þróa eigin bænarvenju hjá yngri börnum. Fjölskyldu getur reynst erfitt að biðja saman sökum fullskipaðrar dagskrár, en það er þess virði. Reynið að velja tíma þar sem þið eruð yfirleitt öll saman, svo sem við matmálstíma eða rétt fyrir háttinn.

Lærið að biðja saman sem fjölskylda
Hitta trúboða

3. Lesið orð Guðs

Þegar þið lesið ritningarnar saman sem fjölskylda, bjóðið þið heilögum anda á heimili ykkar. Sögurnar í hinni helgu Biblíu og Mormónsbók kenna dýrmætar lexíur um trú og að sigrast á áskorunum. Sögurnar eru enn í fullu gildi, þótt þær hafi gerst fyrir löngu. Hjálpið börnum ykkar að skilja að þau geti fundið hugrekki, innblástur og leiðsögn í ritningunum.

Öldungur L. Tom Perry, postuli á okkar tíma, sagði: „Ég lofa ykkur að dagleg fjölskyldubæn og ritningarnám, munu auka öryggi og samhug innan veggja heimilis ykkar og auðga líf ykkar og búa fjölskyldu ykkar undir áskoranir okkar tíma og komandi eilífð“ („Back to Gospel Basics“, Ensign, maí 1993, 92).

Guð mun blessa fjölskyldu ykkar þegar þið lesið saman ritningarnar.

4. Farið saman í kirkju

Fjölskyldur hafa ávinning af bæði andlegu og félagslegu starfi kirkjunnar. Í kirkju munu börn ykkar læra um kenningar Jesú og hvernig lifa á eftir þeim. Þau geta líka aflað sér vina sem eru sömu trúar og geta haft góð áhrif á þau við erfiðar ákvörðunartökur og þrýsting jafnaldra. Kirkjan styður við þau lífsgildi sem kennd eru á heimilinu, líkt og heiðarleika og góðvild. Að sækja kirkju er skuldbindandi, en Guð blessar okkur ef við sækjum kirkju.

Komið með fjölskyldu ykkar í kirkju
Finna næstu kirkju

5. Verjið tíma saman

Síðari daga heilagir taka frá eitt kvöld í viku í þágu fjölskyldu sinnar. Þið gætuð heyrt þá vísa til þess sem fjölskyldukvölds. Á þessum kvöldum læra þeir fagnaðarerindið og skemmta sér saman. Hægt er að sníða fjölskyldukvöld að aldri barna ykkar. Yngri börnin gætu haft gaman af því að syngja, horfa á stutt myndband um andlegt efni eða leika biblíusögur. Eldri börnin gætu fremur kosið formlega kennslu og fjölskylduskemmtun þar á eftir, svo sem fótbolta, bíómynd eða karókí.

Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins

Árið 1995 gaf Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu út opinbera yfirlýsingu um mikilvægi fjölskyldunnar. Í því skjali er sagt frá ábyrgð feðra og mæðra og mikilvægum málum sem varðar hjónabandið, kynin, uppeldi og kynlífi. Lesið áherslutextann hér á eftir:

Útdráttur úr Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins

Hjónabandið

„Hjónaband milli karls og konu er vígt af Guði.“

Eilífar fjölskyldur

„Hin guðlega sæluáætlun gerir fjölskylduböndin varanleg handan grafar.“

Kynlíf

„Guð hefur boðið að hinn helgi sköpunarkraftur skuli aðeins notaður milli karls og konu í löglega vígðu hjónabandi.“

Uppeldi

„Foreldrar bera þá helgu skyldu að ala börn sín upp í kærleika og réttlæti, að sjá fyrir líkamlegum og andlegum þörfum þeirra, að kenna þeim að elska hvert annað og þjóna hvert öðru.“

Tryggð í hjónabandi

„Börn eiga rétt á því að fæðast innan hjónabandsins, vera alin upp af föður og móður sem heiðra hjónabandseiða sína af fullkominni tryggð.“

Ábyrgð í hjónabandi

„Feðrum og mæðrum [ber] skylda til að hjálpa hvort öðru sem jafningjar.“

Að standa ábyrgur frammi fyrir Guði

„Við vörum við því að þeir sem rjúfa sáttmála skírlífis, sem misþyrma maka eða barni, eða sinna ekki ábyrgð sinni gagnvart fjölskyldunni, munu síðar meir verða að standa ábyrgir frammi fyrir Guði.“

Efla fjölskyldur

„Við biðjum alla ábyrga þegna og opinbera embættismenn alls staðar að efla þá þætti sem ætlaðir eru til að varðveita og styrkja fjölskylduna sem grundvallareiningu þjóðfélagsins.“

Algengar spurningar

Fólk hefur allskyns spurningar um „mormóna“ eða öllu heldur meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Smellið hér til að sjá allar spurningarnar.