“Þegar Jesús býður ykkur og mér að „iðrast,“ er hann að bjóða okkur að breyta viðhorfi okkar, þekkingu okkar, anda okkar – jafnvel hvernig við drögum andann. Hann er að biðja okkur að breyta því hvernig við elskum, hugsum, þjónum, verjum tíma okkar, komum fram við eiginkonu okkar, kennum börnum okkar og jafnvel hirðum líkama okkar.
Ekkert er jafn frelsandi, göfgandi eða nauðsynlegt framþróun okkar sjálfra, en að einblína á iðrun daglega og reglubundið. Iðrun er ekki atburður; hún er ferli. Hún er lykill að hamingju og hugarró. Fari iðrun og trú saman, greiðir hún okkur aðgang að krafti friðþægingar Jesú Krists.”