Boðið um að iðrast er sjaldan ávítunarrödd, heldur ástrík hvatning til að snúa við og „koma aftur“ til Guðs. Það er ábending ástríks föður og hans eingetna sonar um að verða meiri en við erum, að teygja okkur upp til æðsti lífsmáta, að breytast og finna hamingjuna sem fylgir því að halda boðorðin. Sem lærisveinar Krists fögnum við þeirri blessun að iðrast og þeirri gleði að vera fyrirgefið. Þær verða hluti af okkur, móta hugsun okkar og tilfinningar. …
Fyrir flesta er iðrunin kyrrlát og í einrúmi, þar sem daglega er leitað hjálpar Drottins við nauðsynlegar breytingar.
Fyrir flesta er iðrun líkari ferðalagi en einstökum atburði. Hún er ekki auðveld. Það er erfitt að breytast. Það krefst þess að hlaupa gegn vindi, synda á móti straumnum. Jesús sagði: „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.“ Það merkir að snúa frá öllum óheiðarleika, hroka, reiði og óhreinum hugsunum og snúa sér að öðru, eins og vinsemd, óeigingirni, þolinmæði, og að því sem andlegt er. Það er að „snúa aftur“ til Guðs. …
Iðrun breytir ekki bara okkur, heldur blessar hún fjölskyldur okkar og þá sem við elskum. Með okkar réttlátu iðrun mun armur Drottins útréttur, að hans tímatali, og ekki aðeins umlykja okkur, heldur ná til barna okkar og afkomenda. Iðrun þýðir alltaf að fram undan sé meiri hamingja.
„Iðrist … að ég megi gjöra yður heila,“ aðalráðstefna, október 2009