...
Hann gerir það mögulegt
1:50

Við getum gert betur og verið betri

...
Við getum verið betri

Hvernig getur ferli iðrunar hjálpað okkur að verða betri?

...
Setja traust sitt á friðþægingu Krists

Hvernig getur það hjálpað ykkur að þekkja frelsarann, ef þið setjið traust ykkar á friðþægingu Krists?

...
Hreinsast fyrir iðrun

Hvernig getið þið verið hreinsuð fyrir tilverknað iðrunar?

...
Fu-fjölskyldan

Kynnið ykkur hvernig þið getið komist að því sjálf að Guð er til.

Spámenn og postular okkar tíma ræða um umbreytingu og iðrun

Þegar Jesús býður ykkur og mér að „iðrast,“ er hann að bjóða okkur að breyta viðhorfi okkar, þekkingu okkar, anda okkar – jafnvel hvernig við drögum andann. Hann er að biðja okkur að breyta því hvernig við elskum, hugsum, þjónum, verjum tíma okkar, komum fram við eiginkonu okkar, kennum börnum okkar og jafnvel hirðum líkama okkar. Ekkert er jafn frelsandi, göfgandi eða nauðsynlegt framþróun okkar sjálfra, en að einblína á iðrun daglega og reglubundið. Iðrun er ekki atburður; hún er ferli. Hún er lykill að hamingju og hugarró. Fari iðrun og trú saman, greiðir hún okkur aðgang að krafti friðþægingar Jesú Krists.

„Við getum gert betur og verið betri,“ aðalráðstefna, apríl 2019

Fagnaðarerindi Jesú Krists skorar á okkur að breyta okkur. „Iðrun“ er helsti boðskapur þess og iðrun þýðir að láta af allri iðkun – sem einstaklingur, fjölskylda, þjóð eða samfélag – sem er í andstöðu við boðorð Guðs. Tilgangur fagnaðarerindisins er að umbreyta venjulegu fólki í himneska borgara, og það krefst breytinga. ... Jesús býður okkur að elska hvert annað, og við sýnum þessa ást með því hvernig við þjónum hvert öðru. Okkur hefur einnig verið boðið að elska Guð, og við sýnum þá ást með því að iðrast stöðugt og halda boðorðin (sjá Jóhannes 14:15). Og að iðrast er meira en að láta af syndum. Í víðustu merkingu krefst hún breytinga. Að láta af öllum venjum sem stangast á við boðorð Guðs Þegar við verðum fullir þátttakendur í menningu fagnaðarerindis Jesú Krists, verðum við „samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs“ (Efesusbréfið 2:19).

„Iðrun og umbreyting,“ aðalráðstefna, október 2003

Aukinn heilagleiki hlýst ekki einfaldlega með því að biðja um hann. Hann hlýst af því að gera það sem nauðsynlegt er til að Guð fái breytt okkur.

„Heilagleiki og sæluáætlunin,“ aðalráðstefna, október 2019

Vilji okkar til að iðrast sýnir þakklæti okkar fyrir gjöf Guðs og fyrir kærleika frelsarans og fórn í okkar þágu. Boðorð og sáttmálar prestdæmisins eru prófraunir á trú okkar, hlýðni og kærleika til Guðs og Jesú Krists, en það sem jafnvel enn mikilvægara er, það veitir okkur tækifæri til að finna kærleikann frá Guði og til að meðtaka fyllingu gleðinnar bæði í þessu lífi og í lífi komanda. ... Minnist þess, að himnarnir verða ekki fullir af þeim sem aldrei gerðu mistök, heldur af þeim sem áttuðu sig á að þeir voru komnir af leið og sem leiðréttu stefnu sína til að komast til baka inn í ljós sannleika fagnaðarerindisins. Því meira sem við metum orð spámannanna og fylgjum þeim, því betur áttum við okkur á því þegar okkur ber af leið – jafnvel þótt aðeins skeiki nokkrum gráðum.

„Það veltur á örfáum gráðum,“ aðalráðstefna, apríl 2008

Boðið um að iðrast er sjaldan ávítunarrödd, heldur ástrík hvatning til að snúa við og „koma aftur“ til Guðs. Það er ábending ástríks föður og hans eingetna sonar um að verða meiri en við erum, að teygja okkur upp til æðsti lífsmáta, að breytast og finna hamingjuna sem fylgir því að halda boðorðin. Sem lærisveinar Krists fögnum við þeirri blessun að iðrast og þeirri gleði að vera fyrirgefið. Þær verða hluti af okkur, móta hugsun okkar og tilfinningar. …

Fyrir flesta er iðrunin kyrrlát og í einrúmi, þar sem daglega er leitað hjálpar Drottins við nauðsynlegar breytingar.

Fyrir flesta er iðrun líkari ferðalagi en einstökum atburði. Hún er ekki auðveld. Það er erfitt að breytast. Það krefst þess að hlaupa gegn vindi, synda á móti straumnum. Jesús sagði: „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.“ Það merkir að snúa frá öllum óheiðarleika, hroka, reiði og óhreinum hugsunum og snúa sér að öðru, eins og vinsemd, óeigingirni, þolinmæði, og að því sem andlegt er. Það er að „snúa aftur“ til Guðs. …

Iðrun breytir ekki bara okkur, heldur blessar hún fjölskyldur okkar og þá sem við elskum. Með okkar réttlátu iðrun mun armur Drottins útréttur, að hans tímatali, og ekki aðeins umlykja okkur, heldur ná til barna okkar og afkomenda. Iðrun þýðir alltaf að fram undan sé meiri hamingja.

„Iðrist … að ég megi gjöra yður heila,“ aðalráðstefna, október 2009

Að breyta eigin hegðun og snúa aftur á „rétta veginn“ er hluti af iðrun, en þó aðeins hluti hennar. Raunveruleg iðrun felur líka í sér að fela Guði hjarta okkar og huga og að hafna syndinni. Líkt og Esekíel útskýrði: Sá sem iðrast „lætur af synd … iðkar rétt og réttlæti, … skilar aftur veði, … [og] breytir eftir þeim boðorðum, er leiða til lífsins.“... Trú á Drottin Jesú Krist verður að fylgja sannri iðrun, trú um að hann geti breytt okkur, trú um að hann geti fyrirgefið okkur og trú um að hann hjálpi okkur að forðast fleiri mistök. Slík trú virkjar friðþæginguna í lífi okkar. Þegar við „skiljum eftir á“ og „snúum við“ með hjálp frelsarans, þá munum við finna von í loforðum hans og gleði fyrirgefningar. Án frelsarans mun hin eðlislæga von og gleði hverfa og iðrun verður aðeins vansæl hegðunarbreyting. Með því að iðka trú á hann, munum við hins vegar snúast til trúar á getu hans og fúsleika til að fyrirgefa syndir. ... Við skulum velja iðrun en ekki sjálfsréttlætingu. Iðrun getur hjálpað til við sjálfsvitund okkar, líkt og í dæmisögunni um glataða soninn, og stuðlað að því að við ígrundum breytni okkar í eilífu samhengi. Þegar við skiljum hvernig syndir okkar geta haft áhrif á eilífa hamingju okkar, þá upplifum við ekki aðeins einlæga eftirsjá, heldur reynum við líka að bæta okkur. ... Sú staðreynd að við getum iðrast eru hin góðu tíðindi fagnaðarerindisins! Mögulegt er að svifta burtu sektarkennd. Við getum fyllst gleði, hlotið fyrirgefningu synda okkar og öðlast samviskufrið. Við getum losnað undan byrðum örvæntingar og syndaánauðar. Við getum fyllst hinu dásamlega ljósi Guðs, svo sál okkar „kvelst ekki lengur.“ Iðrun er ekki aðeins möguleg, heldur líka gleðileg, sökum frelsara okkar.

„Iðrun: Gleðilegur kostur,“ aðalráðstefna, október 2016