Velkomin
Komið nær Jesú þessi jól með því að horfa á nýja stuttmynd um fæðingu hans. Hugsið upp leiðir til að vera #LjósFyrirHeiminn og breyta jólunum í árstíð þjónustu. Takið þátt er við fylgjum fordæmi frelsarans með því að þjóna öðrum, einum í senn – eins og hann gerði.
Finnið fleiri leiðir til að vera #LjósFyrirHeiminn
Við fylgjum reglugerðum svæðisins um samkomur vegna Kóvíd 19 faraldursins.
Sameinist okkur þann 20. desember í tilbeiðslustund á jólum. Komið og fagnið, biðjið og hugleiðið hina sönnu merkingu jólanna. Finnið næstu kirkju.
Látið kærleik og frið fylla heimili ykkar er þið lesið og lærið um fæðingu Jesú Krists með tveimur af okkar alúðlegu trúboðum. Óskið eftir heimsókn eða netspjalli.
Fáið heimsent frítt eintak af Mormónsbók sem tveir fulltrúar munu afhenda ykkur og miðla innblásnum jólaboðskap til ykkar.
Jesús kenndi að himneskur faðir væri til staðar fyrir okkur þegar við kæmum til hans. Þegar við eflum samband okkar við Guð, getum við notað kraft hans til að sigrast á áskorunum okkar. Þið getið hafið ferð ykkar á því að kynnast Guði með því að þróa trú, iðrast synda ykkar, láta skírast og meðtaka gjöf heilags anda. Haldið áfram á veginum til Guðs með því að biðja til hans, lesa orð hans, fara í kirkju, læra um Jesú og þjóna öðrum.