Fagnið jólum saman
Fagnið fæðingu Jesú á sérstakri sunnudagssamkomu nú í desember. Það er tilvalið til að finna frið jólanna og bjóða vinum, samferðafólki og fjölskyldu að koma með í klukkustundar andlega upplifun.
Fimm ábendingar til að eiga góða kirkjuupplifun
Meðlimir kirkjunnar munu bjóða ykkur velkomin í söfnuðinn og hjálpa ykkur að líða eins og heima hjá ykkur. Hikið ekki við að kynna ykkur fyrir öðrum og biðja fólk um hjálp ef þið hafið spurningar. Allir verða ánægðir með að þið eruð þar!
Jólasamkoma er yfirleitt klukkustund. Á henni eru oft söngvar, bænir og prédikanir (kallaðar „ræður“) fluttar af meðlimum safnaðarins. Á samkomunni gefst kirkjumeðlimum tækifæri til að minnast Jesú með því að taka sakramentið.
Ykkur er velkomið að koma í hverjum þeim smekklegu fötum sem ykkur líður vel í. Flestir karlar eru í jakkafötum eða hnepptum skyrtum og bindum, konur eru oftast í kjólum eða pilsum. Börnin klæða sig yfirleitt líka í betri fatnað. Að klæða sig smekklega, getur hjálpað ykkur að finna til lotningar og búið ykkur undir að læra um Jesú Krist og kenningar hans.
Í hverri viku er brauð og vatn blessað og boðið söfnuðinum sem táknræn áminning um fórnina sem Jesús Kristur færði. Þátttaka er þó ekki skilyrði. Ef þið kjósið fremur að meðtaka ekki sakramentið, getið þið rétt bakkann að næsta manni.
Þið þurfið aldrei að svara til baka vegna kirkjusamkomu. Ef þið kvíðið þess að koma, getið þið haft samband við söfnuðinn áður en þið komið. Safnaðarmeðlimir geta fundið vin til að sitja hjá ykkur og tryggt að ykkur líði vel meðan á heimsókn stendur. Smellið hér til að finna tengiliðaupplýsingar kirkjunnar á svæði ykkar.