Ljós fyrir heiminn – Þjónustuhugmyndir
Við getum gert þessa jólahátíð gleðilegri með því að sýna kærleika á sama hátt og Jesús gerði í sinni jarðnesku þjónustu. Ef þið eruð ekki viss hvernig á að gera það, þá er tilvalið að byrja á þessum tillögum.
Byrjið á því að þjálfa góðvildarvöðvana – hafið augun opin fyrir einhverjum sem þarfnast hjálpar.
Smávægileg breytni getur komið miklu til leiðar. Brosið til eins margra og þið getið í dag.
Farið í göngutúr til að njóta hinnar naumu dagsbirtu – og bjóðið vini að verða ykkur samferða.
Jesús er besta fordæmið um ljós og kærleika. Horfið á söguna um fæðingu hans hér: LjósFyrirHeiminn.org
Tónlist léttir lund. Færið heiminum aukið ljós með því að miðla einhverjum söng.
Hugleiðið andartak tilvik þar sem einhver var ykkur ljós. Miðlið okkur því á samfélagsmiðlum með #LjósFyrirHeiminn!
Hrós fær okkur til að líða vel – bæði að taka við því og gefa það. Sýnið þakklæti með því að veita einlægt hrós.
Góðvild er smitandi! Rannsóknir sýna að þeir sem sjá góðverk eru líklegri til að gera góðverk. Skráið fimm góða hluti sem þið sjáið núna!
Íhugið hvernig þið getið notað vingjarnlegri orð, áður en þið ljúkið upp munni ykkar í dag.
Allir hafa yndi af því að hlustað sé á þá. Sýnið áhuga með því að spyrja fleiri spurninga í samræðum.
Miðlið vinum, nágrönnum og fjölskyldu netjólatónleikum dagsins í dag. Þið finnið þá hér: LjósFyrirHeiminn.org
Um hvern hugsið þið í dag? Gleðjið þann einstakling á einhvern hátt.
Hvað fær ljósið innra með ykkur til að skína bjartar? Skrifið tíu hluti og veljið einn sem þið einbeitið ykkur að í dag.
„Í hvert sinn sem þið takið eftir einhverjum í nauð og … liðsinnið af kærleika, mun ljós [Guðs] verða meira og bjartara.“ – öldungur Dieter F. Uchtdorf
Mikið er að gera hjá góðgerðarsamtökum á þessum árstíma. Hvað getið þið gert til að styrkja góðgerðarsamtök eða önnur úrræði á svæði ykkar?
Hvernig getið þið miðlað ljósi ykkar á þessum jólum? Íhugið það í 30 sekúndur og farið síðan og gerið það!
„Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast?“ (Sálm 27:1). Aukið ljós ykkar með því að lesa Sálmana 27.
Verið með okkur á þessum sunnudegi í kristmiðaðri jólaþjónustu. Öllum er velkomið að tilbiðja með okkur. Þið getið jafnvel boðið vini að koma með ykkur!
Guð gaf okkur fallegan heim – jafnvel um miðjan vetur. Miðlið á samfélagsmiðlum hvernig þið sjáið fegurðina umhverfis ykkur núna.
Þegar þið sýnið vingjarnleika, þá lýsist umbunarstöð heilans upp, líkt og þið væruð þiggjandinn, fremur en gefandinn. Vekið heilafrumurnar upp í dag!
Hver er eftirlætis jólagóðgjörð ykkar? Með hverjum gætuð þið deilt henni til að lýsa upp daginn þeirra?
Hugsið um þá sem lýsa upp veg ykkar: Hvernig getið þið tjáð þeim þakklæti ykkar í dag?
Eruð þið með jólahefð? Bjóðið einhverjum að taka þátt í henni eða að skapa nýja.
Þegar þið fagnið fæðingu Jesú, hafið þá þessi orð hugföst: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun … hafa ljós lífsins“ (Jóhannes 8:12).