Einföld bænarskref

Það er auðveldar að biðjast fyrir en þið haldið. Guð er til staðar og hann mun hlusta og svara bænum ykkar.

1. Hefja bæn

Leitið næðis áður en þið biðjist fyrir, á stað þar sem vel fer um ykkur. Gott er að byrja bæn á því að ávarpa Guð. Þið gætuð reynt „kæri Guð,“ „kæri himneski faðir,“ „Faðir minn á himnum“ eða einfaldlega „Guð.“

2. Ræða við Guð

Talið frá hjartanu – segið frá vonum ykkar og þrám, sem og áhyggjum og erfiðleikum. Þið getið beðið Guð um hjálp, leiðsögn, fyrirgefningu eða lækningu. Þið getið líka þakkað honum fyrir allar blessanir lífs ykkar.

3. Ljúka bæn

Þegar þið hafið sagt allt sem þið viljið segja, getið þið lokið bæninni með því að segja: „Í nafni Jesú Krists, amen.“

Það gerum við vegna þess að Jesús er tenging okkar við himneskan föður og allt ætti að gera í hans nafni.

4. Framkvæmið samkvæmt réttlátum þrám ykkar

Það felst viska í þessum orðum: „Biðjið líkt og allt sé undir Drottni komið og starfið síðan líkt og allt sé undir ykkur sjálfum komið.“ Við hljótum oft leiðsögn Guðs þegar við gerum það sem við sjálf getum.

Lærið að biðja saman sem fjölskylda
Hitta trúboða