Sökum hans

Jesús gerði okkur mögulegt að sigrast á synd og dauða og dvelja aftur hjá Guði.

Hann gerði það sem enginn maður getur nokkru sinni gert. Hann sigraði dauðann.

Þótt Jesús hefði fæðst við fábrotnar aðstæður, varð hann meistarakennari, græðari og þjónn. Hann var þó svo miklu meira en það. Hann, sem sonur Guðs, var sá eini sem gat reitt fram gjald syndar og sigrast á dauðanum. Hann dó, en reis úr gröfinni á þriðja degi. Góðu tíðindi fagnaðarerindisins eru þau að hann lifir og að við munum lifa, vegna þess að hann lifir.

Þið getið heiðrað Jesú Krist með því að þjóna öðrum, elska Guð og halda boðorð Guðs. Við bjóðum öllum að fagna lífi hans og segja öðrum frá þessari dásamlegu frásögn.

Við myndum njóta þess að ræða meira við ykkur um Jesú
Hitta trúboða