Hittu trúboðana á netinu eða í eigin persónu

Finndu hughreystingu með því að ræða við trúboða. Við getum lesið ritningarnar með þér og hjálpað þér að finna frið með bæn.

Fornafn
Skráðu vinsamlega gildi
Eftirnafn
Skráðu vinsamlega gildi
Netfang
Skráðu vinsamlega gildi
Veldu land
Veldu vinsamlega land
Veldu vinsamlega land
Því miður þá fundum við ekkert heimilisfang sem gæti orðið þér að gagni.
Heimilisfang
Skráðu vinsamlega heimilisfang
Af hverju þurfum við heimilifang þitt? Trúboðar á svæði þínu sinna bæði rafrænum heimsóknum og heimsóknum í eigin persónu.
Íbúð eða eining #
Skráðu vinsamlega gildi
Borg/bær
Skráðu vinsamlega nafn borgar
ríki, fylki
Vinsamlega veldu ríki
Vinsamlega veldu ríki
Farsími
Skráðu vinsamlega gildi
Fyrir tímasetningu

Umræðuefni

Skráðu vinsamlega gildi
VALKVÆTT: Eru einhverjar ákveðnar spurningar sem þú myndir vilja fara yfir í heimsókn okkar? (t.d. hvernig skynja ég elsku Guðs til mín?)
Eru þessar upplýsingar réttar?
Nafn og netfang
Heimilisfang og símanúmer
Frekari upplýsingar

Ég skil að trúboðar munu hafa samband við mig til að svara spurningum mínum og veita mér andlegan boðskap.

Ég skil að trúboðar munu hafa samband við mig til að svara spurningum mínum og veita mér andlegan boðskap.
Please select an option

Hvernig geta trúboðar hjálpað mér?

Þótt samband okkar við Guð geti verið innilega persónulegt, þá þurfum við öll stundum örlitla aðstoð við að bera kennsl á það sem Guð er að segja við okkur. Hvar sem þið eruð stödd á hinum andlega vegi, þá geta trúboðar kennt trúarreglur sem geta hjálpað ykkur í lífinu. Hugsið um þá sem andlega kennara sem munu:

  • Hjálpa ykkur að komast nær Guði.
  • Sýna ykkur hvernig á að biðja og hljóta svör frá honum.
  • Hjálpa ykkur að finna svör við andlegum spurningum ykkar.
  • Fræða ykkur um frelsarann Jesú Krist og fagnaðarerindi hans.
  • Hjálpa ykkur að skilja ritningarnar.
  • Styðja ykkur í gegnum persónulegar áskoranir.
  • Hvetja ykkur til dáða í ferli iðrunar, trúar og skírnar.
  • Kynna ykkur fyrir samfélagi álíka þenkjandi trúaðra sem styður ykkur áfram í ykkar andlegu ferð.

Hverju búast má við af heimsókn trúboða

Trúboðar munu biðja þess að heimsókn þeirra hefjist með bæn. Ef þið eruð fús til þess, gætu þeir jafnvel beðið ykkur að flytja bænina. Hvað sem öllu líður, þá er markmiðið að bjóða heilögum anda að hafa áhrif á umræðurnar.

Þeir verja líklega fáeinum mínútum til að kynnast ykkur og áhugamálum ykkar betur. Trúboðarnir hafa ákveðið námsefni sem þeir geta kennt ykkur, en reyna þó að hafa boðskap sinn persónulegan fyrir ykkur og aðstæður ykkar. Þeir lesa úr Biblíunni og Mormónsbók með ykkur og bjóða ykkur að biðjast fyrir og spyrja hvort það sem þeir kenni sé sannleikur.

Ef þið óskið, þá munu trúboðarnir tímasetja aðra heimsókn. Á þeim fundi munu þeir kenna ykkur meira um Jesú Krist og hina endurreistu kirkju hans og svara öllum spurningum ykkar. Námsefni þeirra samanstendur af boðskap um hamingjuáætlun Guðs, fórn Jesú fyrir okkur, trú, iðrun, skírn, heilagan anda og að halda boðorð Guðs. Þeir munu áfram bjóða ykkur að biðjast fyrir, lesa Mormónsbók, koma í kirkju og jafnvel láta skírast. Hafið svo í huga að trúboðarnir munu kenna á ykkar hraða og virða tíma ykkar og óskir um að þeir komi aftur eða ekki.