Hvað er Ljós fyrir heiminn?

„Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.“ Matteus 5:16

...
Í myndbandinu Ljós fyrir heiminn: Drengur hjálpar öðrum dreng á fætur, eftir að hann hefur dottið í fótboltaleik

Hvað er Ljós fyrir heiminn?

#LjósFyrirHeiminn er boð um að gera jólin að tíma þjónustu. Þetta er alþjóðlegt verkefni til að snerta hjörtu og breyta lífi með því að gera það sem Jesús gerði: að metta hungraða, hughreysta einmana, vitja sjúkra og þjáðra og sýna öllum góðvild. Jesús sagði: „Þér eruð ljós heimsins“ (Matteus 5:14). #LjósFyrirHeiminn er tilvalin leið til að láta ljós okkar – og ljósið hans – skína bjartar.

Daglegar þjónustutillögur

Verkefnið #LjósFyrirHeiminn er áskorun um að sýna öðrum kærleika, á sama hátt og Jesús gerði í sinni jarðnesku þjónustu. Í desembermánuði eru sérstakar þjónustutillögur veittar til að hjálpa okkur að einbeita okkur að því að hjálpa öðrum yfir jólin. Ef þið viljið taka þátt, getið þið hlaðið niður dagatali með hugmyndum.

Gjafavélar

Yfirleitt notum við sjálfsala til að ná í eitthvað fyrir okkur sjálf, en gjafavélarnar #LjósFyrirHeiminn eru leið til að gefa öðrum. Gjafavélar auðvelda okkur að styrkja alþjóðleg góðgerðarsamtök sem sjá hinum nauðstöddu t.d. fyrir fatnaði, gleraugum, lyfjum, hreinlætisvörum, hjólastólum, íþróttabúnaði og jafnvel búfé.

Árið 2019 söfnuðust yfir 500 milljónir með gjafavélum. Keyptar vörur voru meðal annars um 63.000 hænur, um 1,6 milljón máltíðir, um 955.000 skammtar af bóluefni, yfir 3.500 skópör og yfir 7.200 gleraugnapör. Framlögin renna óskert til þeirra góðgerðarmála sem getið er um í gjafavélunum og kirkjan greiðir öll greiðslukortagjöld.

Við síðustu talningu voru gjafavélar á tíu stöðum – átta í Bandaríkjunum og tvær í öðrum löndum.

Sérstakar sunnudagssamkomur

Sunnudaginn fyrir jóladag höldum við sérstaka hvíldardagssamkomu sem tekur mið af fæðingu og lífi Jesú Krists. Vinir og kunningjar, sem ekki eru okkar trúar, eru velkomnir alla sunnudaga, en er sérstaklega boðið að koma og tilbiðja með okkur þann dag.

#LjósFyrirHeiminn dag hvern

Á hverju ári um jólin, fer Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í sérstakt átak til að breiða út boðskap og hlutverk verkefnisins #LjósFyrirHeiminn. Þið getið þó gert þetta allan ársins hring með því að íhuga dag hvern hverjum þið getið þjónað.

Fleiri leiðir til að vera ljós fyrir heiminn